Mexíkósk kjúklingasúpa með vanilluskyri

700 g kjúklingakjöt, skorið í munnbita
1 rauð paprika, smátt skorin
1 græn paprika, smátt skorin
2 gulrætur, smátt skornar
1/2 blaðlaukur , smátt skorinn
2  hvítlauksgeirar
1 laukur , smátt skorinn
1/2 rautt chili, fræhreinsað og smátt skorið
2 msk olía
2 dós saxaðir tómatar
2 teningar af kjúklingakrafti
1 tsk karrí
1 tsk kjúklingakrydd
3 lítrar vatn
1 peli rjómi
1 dós tómatpúrra
200 g rjómaostur
salt og nýmalaður pipar
Vanilluskyr
Rifinn ostur
Nachos
Kóríander

Aðferð:

Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið í smá stund á pönnunni, bara rétt til að fá smá gljáa. Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu , tómatpúrrunni, karríinu, kjúklingateningum og  söxuðum tómötum saman við, leyfið þessu að malla á meðan þið steikið kjúklinginn.

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu upp úr olíu í smá stund, kryddið til með kjúklingakryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum við súpuna. Látið hana sjóða við vægan hita í 10 – 15 mínútur.

Að lokum fer rjóminn og rjómaosturinn saman við súpuna. Leyfið súpunni að malla við vægan hita í um það bil hálftíma eða lengur. Berið súpuna fram með vanilluskyri, nachos og ferskum kóríander.

Oreo triffli með saltaðri karamellusósu

Lesa meira