Litlar Pavlovur með skyrfyllingu

Marengsbotnar:

4 egg
200 g sykur
1 tsk sítrónusafi
salt á hnífsoddi

Aðferð: Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið sítrónusafa við í lokin og þeytið áfram þar til marengsinn er stífur. 
Skiptið deiginu niður í litlar kökur á pappírsklædda ofnplötu.
Bakið marensinn við 100°C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marengsinn kólna. Ef þið hafið tíma þá er gott að gera þetta kvöldinu áður en þið ætlið að nota kökurnar og leyfa þeim að kólna í ofninum yfir nóttina.

Skyrfylling

150 ml rjómi
200  jarðarberjaskyr
1 tsk vanilla
fræin úr hálfri vanillustöng
4 tsk flórsykur
1 dl jarðarber, smátt söxuð

Aðferð:
Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við varlega með sleif ásamt vanillu, flórsykri og jarðarberjum. Fyllið hverja marengsköku með skyrfyllingunni og skreytið ferskum berjum.
 

Mexíkósk kjúklingasúpa með vanilluskyri

Lesa meira