Skyr hummus

1 dós (440 ml) kjúklingabaunir, vökvinn tekinn frá og lagðar aftur í bleyti yfir nótt

2 hvítlauksgeirar

1 msk. sítrónusafi

1 msk. tahini (má sleppa en setjið þá 1 msk. meira af skyri)

125 ml Ísey skyr hreint

3/4 tsk. salt

1/2 tsk. pipar

1/2 tsk. cumin

 

Skreyting: 

1 msk. olífu olía

1/2 msk. graskersfræ

Salt og pipar

 

Aðferð:

Hellið vökvanum af kjúklingabaununum og leggið þær aftur í vatnsbað yfir nótt, þetta gerir hummusinn mýkri. Hellið vökvanum af baununum og setjið þær í matvinnsluvél. Maukið.

Bætið öllum hinum innihaldsefnunum í matvinnsluvélina og maukið vel.

Setjið hummusinn í skál og skreytið ef áhugi er fyrir því. 

GRÆN ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ AVOCADO, APPELSÍNU OG SPÍNATI

Lesa meira