Þykk og matarmikil grænmetissúpa

1 lítill rauðlaukur

3 hvítlauksgeirar

3 meðal stórar gulrætur

1 gul paprika

1 kúrbítur

Olía til steikingar

1 dós (400 ml) niðursoðnir maukaðir tómatar

Salt og pipar eftir smekk

1 tsk. þurrkað oregano

1 tsk. paprikuduft

1 lárviðarlauf lauf

800 ml kjúklingasoð

1 dós Ísey skyr hreint 

 

Aðferð:

Skerið grænmetið smátt niður og steikið á pönnu upp úr olíu þangað til það er byrjað að mýkjast.

Hellið tómötunum út í ásamt kjúklingasoðinu. Látið suðuna koma upp. Kryddið súpuna og smakkið til. Látið lárviðarlaufið ofan í súpuna sjóðið í 15 mínútur.

Fjarlægið lárviðarlaufið, bætið við 2 msk. af hreinu skyri í súpuna og kryddið meira (ef við á) eftir smekk. 

Hellið súpunni í skálar og setjið 1 msk. af hreinu skyri á hverja skál.