Gómsætar bragðtegundir

Við framleiðum Ísey skyr í ýmsum bragðtegundum í takt við smekk og þarfir markaða víða um heim. Ísey skyr fæst auðvitað hreint, án viðbætts sykurs og einnig kolvetnaskert. Hreint Ísey skyr er próteinríkasta skyrið okkar.

 

 

 

HREINT SKYR

Íslendingar hafa árum saman borðað hreint skyr. Það er án viðbætts sykurs, sætuefna eða bragðefna. Hreint Ísey skyr er próteinríkasta skyrið og tilvalið að nota sem grunn t.d. í boost eða strá yfir niðurskornum ávöxtum.

Nánar

BRAGÐBÆTT SKYR

Við höfum framleitt um árabil margvíslegar bragðtegundir af skyri. Þarfir markaða víða um heim eru misjafnar og því eru e.t.v. aðrar bragðtegundir fáanlegar í Finnlandi en á Íslandi. Bragðbætt skyr hentar vel þeim sem vilja tilbreytingu í nestisboxið eða þá sem eru að prófa sig áfram í boostgerð. Fyrir þá sem vilja mýkra skyr með rjómakenndari áferð er komið á markað skyr frá okkur með 2% fitu.

Nánar

KOLVETNASKERT SKYR

Neytendur í dag hafa ólíkar þarfir og margir aðhyllast mataræði þar sem dregið er verulega úr kolvetnainntöku. Í kolvetnaskertu Ísey skyri er lægra kolvetnainnihald en í öðrum skyrafurðum. Ekki eru allar bragðtegundir til kolvetnaskertar en þú þekkir dósina á lóðréttri rauðri rönd.

Nánar

Kolvetnaskertir og fitulausir próteindrykkir

23 g prótein – millimál sem er minna mál.

Nánar