Hakkbollur með tzatziki sósu

1 pakki hakk

1 dl brauðraspur

1 egg

1/2 rauðlaukur smátt saxaður

2 stk. hvítlauksgeirar

1/2 tsk. pipar

1/3 tsk. salt

1 msk. olía til steikingar

 

Tzatziki sósa:

1/3 gúrka

1 msk. ferskt dill

2 msk. Ísey skyr hreint

Safi úr 1/2 sítrónu

1 stk. hvítlauksgeiri

 

Hakkbollur:

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

Setjið hakkið í skál ásamt brauðraspi og eggi.

Skerið rauðlaukinn og hvítlaukinn mjög smátt niður, bætið þeim ofan í skálina. 

Kryddið með salti og pipar, blandið öllu mjög vel saman. Búið til bollur úr deiginu.

Setjið olíu á pönnu og steikið bollurnar þangað til þær eru byrjaðar að eldast á öllu hliðum, setjið þær svo í eldfast mót og bakið inn í ofni í 15 mínútur eða þangað til þær eru eldaðar í gegn (tími fer eftir stærð bollanna).

Tzatziki sósa:

Skerið gúrkuna eftir endilöngu og fjarlægið kjarnann með skeið. Skerið gúrkuna fyrst langsum og svo í litla bita. Setjið hana í skál og bætið Ísey skyri út í.

Kreistið sítrónusafa yfir og pressið hvítlaukinn ofan í sósuna.

Skerið dill smátt niður, blandið saman og smakkið til með örlitlu salti.

Smoothie skál með döðlum og hnetusmjöri

Lesa meira

GRÆN ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ AVOCADO, APPELSÍNU OG SPÍNATI

Lesa meira

Oreo triffli með saltaðri karamellusósu

Lesa meira