ÍSEY SKYR PÚFF,

LÉTT OG LOFTKENNT.

 

 

Alltaf rétta
Augnablikið

Ísey skyr er einstök og bragðgóð mjólkurafurð en skyr hefur verið búið til á Íslandi í 1100 ár. Það er vinsælt meðal allra kynslóða og hentar vel sem millimál eða nesti.

Ísey skyr er:

Próteinríkt
Fitulaust
Áferðarmjúkt
Bragðgott

 

Nútímaleg afurð íslenskra hefða

Kalla mætti skyr ofurfæðu Íslendinga enda er það próteinríkt og fitulaust frá náttúrunnar hendi, með mjúkri áferð og bragðgott. Það er framleitt á nútímalegan hátt samkvæmt aldargamalli uppskrift.

Skyrið okkar 
fær nýtt nafn

Í gegnum aldirnar voru það konur sem sáu alfarið um skyrgerð á Íslandi og á meðan kunnáttan dó út á Norðurlöndum lifði hún hér. Frá móður til dóttur erfðist þekking á skyrgerð og til að heiðra allar þessar konur heitir skyrið okkar Ísey skyr.

Próteinríkt, fitulaust, áferðarmjúkt og gómsætt Ísey skyr á jafn mikið erindi við nútímaneytendur og skyrið fyrr á öldum.