Lúxusís með súkkulaðibitum

4 dl frosin blönduð ber
2 dl frosnir bananar
2 dósir jarðarberjaskyr
1 dl rjómi
1 tsk hunang
2 msk hakkað dökkt súkkulaði
½ tsk smátt söxuð minta


Aðferð:
Setjið öll hráefnin saman í matvinnslu vél og maukið þar til blandan er silkimjúk. Hellið blöndunni í form og inn í frysti í nokkrar klukkustundir eða þar til ísinn er frosinn í gegn. Saxið niður enn meira súkkulaði og sáldrið yfir ísinn í lokin, berið strax fram og njótið.