Sítrónu skyrkaka með blönduðum berjum

200 g heilhveiti- eða hafrakex eftir smekk
50 g bráðið smjör
400 ml rjómi frá Gott í matinn
2 tsk. vanilludropar
2 msk. flórsykur
1 sítróna, börkurinn + safi
500 g Ísey skyr vanillu
6-8 fersk jarðarber
300 g fersk bláber

Aðferð:
Myljið kexið í matvinnsluvél og bræðið smjörið. Blandið saman í skál og hellið í eldfast mót. Þrýstið niður í botninn og aðeins upp á kanta. Áferðin á að minna á blautan sand.

Stífþeytið rjómann með vanillunni og flórsykrinum. Raspið sítrónubörkinn saman við og kreistið sítrónusafann úr sítrónunni saman við rjómann. Setjið skyrið saman við rjómablönduna og hrærið varlega saman með sleikju. Takið frá um 2 dl af fyllingunni og smyrjið restinni yfir kexbotninn.

Skerið jarðarberin smátt og raðið þeim í fánakross yfir fyllinguna. Setjið það sem þið tókuð frá af fyllingunni í sprautupoka og sprautið litlar doppur meðfram jarðarberjunum. Raðið því næst bláberjunum í ferninga og ljúkið þannig við íslenska fánann.

Látið kökuna taka sig í nokkra tíma í kæli og jótið með ykkar allra besta fólki!

Súkkulaðidraumur með silkimjúku kremi

Lesa meira