Skyrídýfa með fersku grænmeti

250 g vanilluskyr
2 msk grískt jógúrt
1 tsk hunang
skvetta af sítrónusafa
1 msk saxaður vorlaukur
1 msk saxaður kóríander
1 tsk paprika
½ tsk hvítlauksduft
salt og pipar

Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið þar til ídýfan er orðin silkimjúk, hellið ídýfunni í skál og kælið í nokkrar mínútur áður en þið berið hana fram. Skerið niður ferskt grænmeti og njótið.

Tillögur að grænmeti:

Agúrka
Radísur
Gulrætur
Parika
Spergilkál
Blómkál
Tómatar
Sellerí