Amerískar bláberjapönnukökur

5 dl hveiti 

3 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt 

2 egg

250 g bláberjaskyr 

2-3 dl mjólk 

3 msk. smjör (brætt) 

1 tsk. vanilla extract eða vanillusykur

1 msk. sykur 


2 dl fersk eða frosin bláber

Aðferð:

Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt.  Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið.
Pískið egg og mjólk, blandið síðan öllum hráefnum saman í skál með sleif. Setjið bláberin út í lokin og hrærið varlega í deiginu. Leyfið deiginu að standa í 30-60 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar. Hitið smá smjör á pönnukökupönnu og steikið pönnukökurnar í um mínútu eða tvær á hvorri hlið. Þær eru tilbúnar þegar þær eru gullinbrúnar. Berið fram með enn meiri bláberjum.