Súkkulaðidraumur með silkimjúku kremi

7, 5 dl  hveiti
5 dl  sykur
3 egg
5 dl vanilluskyr
1 dl ab mjólk
2, 5 dl ljós olía
5–6 msk. Kakó
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. Matarsódi
nóg af vanilludropum, magn eftir smekk

Aðferð:
Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hellið deiginu í tvö vel smurð bökunarform og bakið við 175°C í 25 – 30 mínútur. Mikilvægt að fylgjast með og stinga gaffli í kökuna til þess að athuga hvort hún sé tilbúin, passið ykkur á því að baka ekki of lengi. Kælið kökuna smávegis áður en þið setjið á hana kremið.

Silkimjúkt súkkulaðikrem

250 g smjör
500 g flórsykur
1 tsk vanilla
2 msk uppáhellt kaffi
150 g brætt súkkulaði
2 msk kakó
1 egg

Aðferð:
Þeytið saman smjör og flórsykur, bræðið súkkulaði við vægan hita og hellið því saman við. Bætið vanillu, kaffi, kakó og eggi saman við og þeytið áfram þar til kremið verður silkimjúkt. Setjið krem á milli botnanna og smyrjið alla kökuna með kreminu. Skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum og súkkulaðibitum.


 

Grillað lambakjöt með ljúffengri chiliskyrsósu

Lesa meira

ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ ACAI OG SUÐRÆNUM ÁVÖXTUM

Lesa meira