Ofurberjaskál með kókosmjöli

1 bolli (3 dl) frosin blönduð ber
1 bolli (3dl) frosið mangó
170 g jarðarberjaskyr
2 msk. chia fræ (sem legið hafa í bleyti í a.m.k. 10 mín)
1 tsk hunang
Klakar
1 dl ávaxtasafi

Aðferð:
Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið, hellið blöndunni í skál og skreytið gjarnan með bláberjum, jarðarberjum og kókosmjöli.