Eftirréttur með Ísey skyri og bláberjum

20 stk. makkarónukökur

100 g íslenskt smjör

250 ml rjómi

2 dósir Ísey skyr með bláberja- eða vanillubragði

Bláber

Súkkulaðispænir

 

Takið fram 4 skálar og myljið 5 makkarónukökur í botninn á hverri skál.

Bræðið smjör og hellið yfir makkarónukökurnar.

Þeytið 250 ml af rjóma og blandið tveimur dósum af bláberja- eða vanilluskyri við rjómann með sleif.  

Næst er skyrblandan sett yfir makkarónukökurnar.

Ofan á er hægt að setja hvað sem hugurinn girnist. T.d. fersk bláber, súkkulaðispænir eða muldar piparkökur.

ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ ACAI OG SUÐRÆNUM ÁVÖXTUM

Lesa meira