Grískar kjötbollur með léttri sósu og kúskús

500 g nautahakk
1 meðalstór laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksrif, fínsöxuð
1 dl hreinn fetaostur
1 msk smátt söxuð steinselja
1 msk smátt saxaður kóríander
1 msk smátt söxuð minta
salt og pipar
2 msk hveiti

Aðferð:
Blandið öllum hráefnum saman í skál og hnoðið vel með höndum, kryddið til með salti og pipar. Mótið litlar kúlur og setjið á pappírsklædda plötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í ofni við 180°C í 25 – 30 mínútur. Snúið bollunum að minnsta kosti einu sinni við á meðan elduninni stendur.

Kúskús

250 g kúskús
½ grænmetisteningur
1 tsk paprikukrydd
salt og pipar
½ tsk þurrkað kóríander

Aðferð:
Hellið sjóðandi vatnið yfir kúskúsið þar til vatnið þekur alveg kúskúsið og nær ½ cm yfir það. Leggið disk eða plastfilmu yfir skálina og látið standa í 10 mínútur.

Tzatziki sósa

1 dl agúrka, smátt söxuð
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
170 g vanilluskyr
2 msk grískt jógúrt
1/2 sítróna
salt og pipar
ólífuolía

Aðferð:
Skerið agúrkuna í tvennt og hreinsið fræin innan úr henni. Skerið hana síðan afar smátt sem og hvítlauksrifin. Blandið saman við skyrið og grísku jógúrtina ásamt matskeið af ólífuolíu g  safanum úr hálfri sítrónu. Saltið, piprið og kælið smá stund áður en þið berið hana ftam.

Súkkulaðidraumur með silkimjúku kremi

Lesa meira