Matcha molar með Ísey skyri
Um 15 stykki
- 170 g Ísey skyr með vanillubragði
- 250 g jarðarber
- 2 msk. chiafræ
- 250 g hvítt súkkulaði
- 1 tsk. kókosolía
- 2 tsk. matcha duft
- Skerið jarðarberin niður í litla bita og blandið saman við Ísey skyr og chiafræ.
- Setjið um 1 msk. af blöndu á bökunarpappír fyrir hvern bita og í frystinn í klukkustund eða lengur.
- Bræðið næst hvítt súkkulaði, þynnið með kókosolíu og hrærið vel saman áður en þið bætið matcha duftinu saman við og hrærið aftur vel.
- Dýfið hverjum bita í súkkulaðið, gott er að nota tvo gaffla og leggja bitana aftur á bökunarpappírinn.
- Gott er að geyma bitana í frysti en þeir geymast einnig vel í kæli í nokkra daga.