Mexíkóskt pastasalat

Mexíkóst pastasalat

200 g heilhveiti pasta

1 dós gular baunir

1 dós svartar baunir

2 kjúklingabringur

1 rauð paprika

2 avocado

1/2 rauðlaukur

Ferskt kóríander

Maís snakk

Lime til að kreista yfir (má sleppa)

 

Dressing:

1 dl Ísey skyr hreint

1 dl Sriracha

Safi úr 1 lime

2 tsk. sterk sósa (e. hot sauce) t.d. Tabasco 

1 tsk. papriku krydd

1/4 tsk. salt

 

Aðferð:

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

Hellið vatninu af baununum og setjið þær í skál.

Rífið kjúklinginn smátt niður og setjið í skálina.

Skerið paprikuna, rauðlaukinn og avócadóið smátt niður og setjið í skálina, blandið öllu vel saman ásamt kóríanderinu og maís flögunum.

Blandið saman skyri, sriracha, lime safa, sterkri sósu, papriku kryddi og salti. Hellið sósunni yfir salatið eftir smekk.

ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ ACAI OG SUÐRÆNUM ÁVÖXTUM

Lesa meira