Mexíkóskt pastasalat

Mexíkóst pastasalat

200 g heilhveiti pasta

1 dós gular baunir

1 dós svartar baunir

2 kjúklingabringur

1 rauð paprika

2 avocado

1/2 rauðlaukur

Ferskt kóríander

Maís snakk

Lime til að kreista yfir (má sleppa)

 

Dressing:

1 dl Ísey skyr hreint

1 dl Sriracha

Safi úr 1 lime

2 tsk. sterk sósa (e. hot sauce) t.d. Tabasco 

1 tsk. papriku krydd

1/4 tsk. salt

 

Aðferð:

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

Hellið vatninu af baununum og setjið þær í skál.

Rífið kjúklinginn smátt niður og setjið í skálina.

Skerið paprikuna, rauðlaukinn og avócadóið smátt niður og setjið í skálina, blandið öllu vel saman ásamt kóríanderinu og maís flögunum.

Blandið saman skyri, sriracha, lime safa, sterkri sósu, papriku kryddi og salti. Hellið sósunni yfir salatið eftir smekk.