Snittur með karamelluðum eplum

Snittubrauð

Ísey skyr bökuð epli

3 epli, kjarnhreinsuð og flysjuð

30 g smjör

2 msk. púðursykur

1/3 tsk. kanill

Brómber

 

Aðferð:

Flysjið eplin og kjarnhreinsið. Skerið eplin í sneiðar.

Steikið eplin upp úr smjöri og púðursykri í 5-10 mín eða þangað til eplin eru orðin mjúk í gegn.

Skerið snittubrauðið í sneiðar, smyrjið skyri á hverja brauðsneið og setjið vel af eplum á hverja brauðsneið. Hellið restinni af karamellunni yfir brauðsneiðarnar og skreytið með brómberjum.

 

Grískar kjötbollur með léttri sósu og kúskús

Lesa meira