Kjúklinga og avocado salat

200 g kjúklingur

1 meðal stórt avocado

1 msk. skorinn rauðlaukur

3 msk. Ísey skyr hreint

Börkur og safi af 1 lime

1/2 tsk. svartur pipar

1/3 tsk. salt

1/3 tsk. hvítlauksduft

1 msk. ferskt kóríander

 

Aðferð:

 

Rífið kjúklinginn smátt niður í skál.

Skerið rauðlaukinn smátt niður og bætið út í skálina.

Bætið skyrinu út í og blandið saman. 

Rífið börkinn af limeinu og kreistið svo safann úr því, blandið saman. Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti.

Skerið avocado í litla bita og blandið því varlega saman við.

Rífið kóríander lauf út í og blandið þeim saman við. Síðan er fallegt að skreyta með kóríander.

ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ MANGÓ, DÖÐLUM OG HNETUSMJÖRI

Lesa meira