Kjúklinga fajitas

6 stk. heilhveiti vefjur

2 kjúklingabringur

Fajitas kryddblanda

1 rauð paprika

1 rauðlaukur

Salsa sósa

2 stk. avocadó

2 dl kirsuberjatómatar

2 msk. Ísey skyr hreint

2 hvítlauksgeirar

1/2 tsk. salt

Lime, börkurinn og safinn

Kóríander

 

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar niður, kryddið með fajitas kryddblöndu og steikið.

Skerið niður rauðlaukinn, bætið honum út á pönnuna og steikið.

Skerið niður paprikuna, bætið henni á pönnuna og steikið. Bætið við meiri fajitas kryddblöndu ef ykkur finnst vanta, gott að setja þá 1-2 tsk. af vatni með.

Blandið saman hreinu skyri, berkinum af lime og safanum, pressið út í hvítlauksgeirum og saltið.

Skerið avocadó og kirsuberja tómata.

Hitið vefjurnar í ofni í 5 mín við 200°C, eða í örbylgju. Raðið á vefjurnar salsa sósu, kjúklingi og grænmeti, skyr sósu og kóríander.

ÍSEY SKYRSKÁL MEÐ ACAI OG HNETUSMJÖRI

Lesa meira